Ó Lára
29. maí 2007
Ég varð hugfanginn af lagi sem spilað er undir Saab auglýsingu sem verið er að sýna í sjónvarpinu hér þessa dagana. Með hjálp Netsins hafði ég upp á hljómsveitinni sem leikur það. Hún heitir Oh Laura og er vitaskuld sænsk. Ég fann meira að segja sjálft lagið: Release Me (mp3, 4,3Mb).
Í framhaldinu pantaði ég að sjálfsögðu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, A Song Inside my Head, a Devel in my Bed, sem hefur að geyma lagið, hjá Bengans.se.
- Open Source Mac Listi yfir ókeypis forrit fyrir makka sem einnig eru með "opinn" kóða.
- Mbl.is fer með rangt mál Modernus ehf. (Teljari.is) taldi sig knúið til að senda frá sér fréttatilkynningu vegna auglýsingar Mbl.is þar sem farið er með rangt mál varðandi heimsóknir á þess vefs í samanburði við Vísi.is: 'Í [auglýsingu Mbl.is] er því haldið fram í fyrirsögn að "þrefalt fleiri velji mbl.is" og vitnað í Samræmda vefmælingu. Þetta er rangt.'
- Flickr játar mistök
Stöplarit
15. maí 2007
Rakst á Plot í leit minni að góðu línuritsforriti fyrir makkann. Bjó m.a. til eftirfarandi stöplarit (histógram) til að sýna dreifingu — gögnin sem liggja að baki þess eru leyndó.
Einn sniðugur fídus í Plot er að hægt er að flytja inn gögn með því að senda fyrirspurn í MySQL-þjón.
Sendum eftir mánuð
11. maí 2007
Ég læt ekki bjóða mér svona lélega þjónustu. Pantaði 3 bækur hjá Amazon.com sem allar voru til á lager. Fékk svo að vita þeir ætluðu að senda mér þær eftir mánuð!
Og ég sem ætlaði að nýta mér lágt gengi bandaríkjadalsins — sömu bækur kostuðu 3.000 kr. meira hjá Amazon.co.uk.
Ég afpantaði auðvitað bækurnar og pantaði aftur annarsstaðar frá, þar fóru þær í póst næsta dag.
Er svona brjálað að gera hjá Amazon.com vegna hagstæðs gengis? Varla. Í fréttum í gær var nefnt að viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd hefði aldrei verið meiri.
Skástu myndirnar frá 05.05.2007
11. maí 2007
Ég náði að taka nokkrar myndir fyrir 24hrs of flickr — eftirfarandi þrjár eru skástar, sú efsta var framlag mitt til hópsins.
Capture
Sólarhringur af flickr — 5. maí 2007
4. maí 2007
Ég hvet menn til að skrá sig í þennan flickr hóp og vera duglegir að ljósmynda gang dagsins á morgun. Þetta er áhugaverður "atburður" og fáar afsakanir gildar fyrir því að taka ekki þátt. Afraksturinn gæti orðið áhugaverð sagnfræðiheimild í það minnsta.
Ps. Ef menn taka einhverjar flottar myndir á Íslandi þá má alltaf senda þær í Iceland. hópinn.
Happadrættisvinningur
27. apríl 2007
Í nokkur ár hef ég keypt happadrættismiða í áskrift um hver mánaðarmót. Ég gerði þau mistök upphaflega að velja mér númer út frá afmælisdeginum mínum og get því alls ekki sagt upp ákriftinni. Auðvitað kæmi þá sá stóri um næstu mánaðarmót. Þegar ég byrjaði áskriftina þá hafði líka komið vinningur á númerið stuttu áður svo ég vissi að ég mátti bíða eitthvað eftir að það kæmi aftur að því (maður samsvarar slembifall við jafna dreifingu). Svo hafa liðið nokkur ár og ég athuga með vinning venjulega bara þegar ég er blankur.
Við seinustu athugun núna um daginn sá ég að það hafði loksins komið vinningur á númerið! Lægsta mögulega upphæð að vísu — en samt vinningur. Vinningurinn kom víst fyrir tveimur mánuðum og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði verið greiddur inn á tékkareikninginnn minn. Vinningurinn hafði semsagt horfið þar án þess að ég hefði nokkuð orðið var við hann.
Núna er bara að bíða í nokkur ár í viðbót. Ég get að minnsta kosti huggað sjálfan mig við það að núna er ég aðeins minna í mínus út af þessum miðakaupum.
Norskar herþotur til Íslands
24. apríl 2007
Norðmenn ætla að hjálpa íslendingum að halda sjálfstæðinu sínu — á friðartímum allavega:
Avtalen betyr i praksis at Norge hjelper Island med å hevde sin suverenitet. Men på norsk side er man samtidig svært nøye med å understreke at avtalen på ingen måte skal tolkes derhen at man gir sikkerhetsgarantier eller påtar seg noe ansvar for Islands forsvar [Aftenposten.no].
Norskir fjölmiðlar eru eitthvað að fara offari í umfjölluninni um þennan fyrirhugaða samning.
Uppfært: Mbl.is hefur nú fjallað um fréttina.