Handlama
5. febrúar 2007
Eftir mikið tölvustand seinustu daga og vikur hef ég reynt að aftengja mig frá tölvunni seinasta sólarhring. [Innri rödd: Af hverju ertu þá að skrifa færslu í bloggið þitt?] Það hefur verið af illri nauðsyn enda nóg á verkaskránni sem kallar.
Sem tölvukarl er maður vanur sinaskeiðsbólgu og verkjum í höndunum. Ég man fyrst þegar ég var að fá sinaskeiðsbólgur rétt orðinn táningur að þá vart haft á orði við mig að það væri eitthvað sem aðeins plagaði miðaldra ritara.
Stundum þegar hendurnar eru slæmar þá finnur maður til eymsla í taugunum líka (kann ekki að lýsa þessu betur), sérstaklega í úlninni, olnbogabótinni og jafnvel upp í armkrika. En seinustu tvo daga hef ég ofan á þetta haft verk í þumli og löngutöng hægri handar og einskonar náladofa — þá hlustar maður loks á líkamann.1
Það sem dró mig að tölvunni var reyndar sú staðreynd að engar nýskráningar voru á Blogg.is um helgina. Að meðaltali eru 3 nýskráningar hvern dag þrátt fyrir kennitölutékk og aldurstakmörk.
...
2007-01-22 4
2007-01-23 2
2007-01-24 5
2007-01-25 3
2007-01-26 4
2007-01-27 1
2007-01-28 4
2007-01-29 2
2007-01-30 2
2007-01-31 4
2007-02-01 2
2007-02-02 2
2007-02-03 0
2007-02-04 0
2007-02-05 1
Ég þurfti að ganga úr skugga um að ekkert væri að og allt virkaði sem skyldi. Allt var í fína og fyrsta skráning þessa dags komin. Núlldagar hafa verið áður, ég myndi giska á með mánaðarmillibili, en aldrei tveir í röð.
Ég velti samt fyrir hvað hafi ollið þessu? Var eitthvað mikilvægt að gerast? Voru allir að með athyglina við handboltann? Eða er bara bloggmarkaðurinn að mettast — allir sem hafa áhuga á því að blogga komnir með blogg (og líklega fleiri en eitt)?
En nú sleppi ég höndum af lyklaborðinu.
Ps. Nýskráningar dagsins urðu svo fjórar.
- Mér verður einnig hugsað til píanókennara systur minnar sem var að stelast til að spila á píanóið nýbúinn til að vera í skurðaðgerð á báðum höndum til að laga álagskvilla. ↩
- Ellefu svanir Eldri kona með ellefu (já 11) fallvaxna svani í íbúðinni sinni í Stokkhólmi [expressen.se].
- Googlebombur fyrir bí? Skv. þessari google-bloggsfærslu hefur þeim tekist að minnka áhrif googlebomba.
“Netorðin fimm”
19. janúar 2007
Full ástæða er að vekja athygli á auglýsingaherferð sem SAFT eru að hleypa af stokkunum og miðar að því að bæta samskipti á Netinu og vekja athygli á góðri netsiðferði.
Herferðin gengur út á fimm meginpunkta:
- Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert.
- Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
- Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
- Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf.
- Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu.
Sjá nánar í frétt á vef SAFT og á síðu um herferðina.
Bíómynd og bók
12. janúar 2007
Fregnir af nýrri bók og bíómynd hafa vakið áhuga minn. Sameiginlegt eiga þær að skoða Þýskaland og seinni heimstyrjöldina í óvenjulegu ljósi. Bíómyndin heitir "Mein Führer - Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler" (imdb) sem mætti útleggja sem "Foringinn — hinn virkilega sanni sannleikurinn um Adolf Hitler" og var frumsýnd í Þýskalandi í gær. Í henni er gert stólpagrín að Hitler, nokkuð sem ég held að ekki hafi áður verið gert í þýskri bíómynd. Hægt er að skoða trailer Mein Führer á YouTube.
Bókin heitir The Book Thief og er eftir Markus Zusak. Kaldhæðin saga um munaðarlausa stúlku í Þýskalandi í seinni heimstyrjöldinni — sögumaðurinn er Dauðinn. Fjölda góðra ritdóma er að finna um hana á Vefnum og ég er nú þegar búinn að setja hana á pöntunarlistann minn hjá Amazon. Rótina að bókinni sagði Markus í viðtali á BBC vera sögur móður hans frá seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi og hvernig þær gáfu honum allt annað sjónarhorn á heim sögusviðsins. Til dæmis hvernig móðir hans var sett í hitlersæskuna en ákvað eftir fyrsta daginn, sem fól í sér endarlausar æfingar á gæsagangi, að skrópa framvegis.
- Nú er ókeypis í strætó á Akureyri Skv. frétt á Rúv.is. Ég hef lengi verið á því að Reykjavíkurborg ætti að fella niður fargjaldið í strætó.
- Ertu að skilja? Handbók fyrir feður í skilnaðarhugleiðingum -- eftir Garðar Baldvinsson
Dalalæða
21. desember 2006
“Islandsk konglomerat”
3. desember 2006
Í blaði sem Office line búðirnar gefa út er Talk Now! Lær Islandsk pakkinn auglýstur svona:
"Har selskapet du jobber for nettopp blitt kjøpt opp av ett Islandsk konglomerat med fremmed kultur og ikke minst ett fremmed språk? Lær å kommunisere med dine nye eiere med dette flotte kurser fra EuroTalk …"
Office line ber nú nafnið Humac og er komið í eigu Apple á Íslandi.
Mannaferðir
27. nóvember 2006
Það er aldeilis mikið búið að vera um mannaferðir hjá mér í dag. Fyrst komu þrír menn að raka- og sveppafrjómæla íbúðina. Næst komu kona og karlmaður til að skipta um reykskynjara (og ég sem var nýbúinn að kaupa rafhlöður í þá gömlu) og síu í loftræstingunni. Svo kom einhver karl frá ríkisútvarpinu og yfirheyrði mig varðandi sjónvarpseign mína. Ég gat sem betur fer sýnt fram á það að ég væri vel skráður sjónvarpseigandi og væri í skilum hvað varðaði þessar c. 28þ. kr. sem leyfið kostar á ári. Í öllum látunum tókst mér þó að gleyma seinastu tölunni í kennitölunni minni (er vanari að slá hana inn en að þylja hana upp).
Á meðan þessum öllu stóð var efsta hugsun í kollinum á mér hversu mikið drasl væri í íbúðinni!
Ps. Næsta dag fann ég bréf í póstkassanum sem tilkynnt komu mannana til að mæla rakann og sveppafrjóið. Tekið var fram að íbúðin þyrfti að vera nýhreinsuð.