Þysjað inn í sumar

2. nóvember 2006

Sumar � Reykjav�k -- myndhýsing Zooomr
Sumar í Reykjavík

Er að prófa ókeypis myndhýsingarþjónustu sem heitir Zooomr — sú býður upp á ýmsa fídusa og meira rými en Flickr. Myndefnið er valið í tilefni þess að í dag vöknuðum við upp við snævi þakta jörð hér í Björgvin.

Hrekkur?

1. nóvember 2006

Allan Odegaard, höfundur TextMate brá á þann leik á býtta út íkoni ritilssins sjálfkrafa auk annarra smá breytinga í tilefni hrekkjavöku.

TextMate á hrekkjavöku

Hann fékk furðu mörg neikvæð viðbrögð í kjölfarið — jafnvel kvartað yfir því að hann væri að hyggla undir heiðna siði með mannfórnum og meiru. Sjálfum fannst mér þetta bara hálfsætt. Frekjan í sumum krökkunum sem komu að betla nammi þennan dag pirraði mig mikið frekar. Að vísu voru það mistök út frá nytsemi að breyta um meginlitinn í íkoninu.

Umulig å forstå

27. október 2006

Norðmenn að gera grín af dönskunni — úr grínþáttunum Uti vår hage [frá Iulifilia].